Af hverju ætli Evrópusambandið hafi svona mikinn áhuga á að koma Íslandi sem allra fyrst inn?

Það vekur athygli hvað Evrópusambandið hefur mikinn áhuga á að drífa Ísland sem allra fyrst inn í sínar raðir. Það er varla af því að þeir haldi að landið verði þungur fjárhagslegur baggi á þeim. Það er frekar kostulegt að lesa frétt um "að það þurfi að bjarga landinu frá algjöru fjárhagslegu hruni" þegar fyrstu raunverulegu batamerkin eru farin að sjást, samanber að vöruskiptajöfnuður er orðinn jákvæður um upphæðir sem ekki hafa sést árum saman. Gengi kónunnar styrkist dag frá degi og fleira mætti nefna. Veltu því fyrir þér lesandi góður, af hverju embættismenn Evrópusambandsins hafa svona ákafan áhuga á að fá Ísland inn í Sambandið, jafnvel með flýtimeðferð.
mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið er orðið örvæntingarfullt, þeir töldu að við kæmum skríðandi til þeirra en nú hefur áhuginn á því sem betur fer stórlega minnkað. Þá á að reyna að hræða okkur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.1.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband