Hitasveifla nú - Hitasveifla þá

Það er bísna athyglisvert að fylgjast með allri umræðu um loftslagsmál. Það merkilegasta er þó að menn eru ekki sammála um það hvort það er að hlýna eða kólna. Vísindamenn koma með báðar fullyrðingarnar um það. Það sem þó stendur óhaggað er að menn geta ekki útskýrt hitasveiflur sem hafa átt sér stað áður, s.s. hitasveifluna sem varði frá 1930 til 1965. Hitastig á því tímabili var engu lægra en það er nú. Því síður geta menn svarað því hvað olli síðustu ísöld, þegar jökull náði suður á mitt Þýskaland.  Eftir stendur því spurningin: Vita menn eitthvað um hvað þeir eru að tala?

 



mbl.is Gætum grætt á hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

"Það merkilegasta er þó að menn eru ekki sammála um það hvort það er að hlýna eða kólna. Vísindamenn koma með báðar fullyrðingarnar um það."

Æ kommon. Hvað næst? Er þróunarkenningin "umdeild"?

Það eru stórtíðindi ef fréttist af loftslagsfræðingi sem er ósammála því að jörðin sé að hlýna... þó menn séu e.t.v. ósammála um hversu hratt eða hversu stóran þátt mannskepnan á í því. 

Það er margt merkilegt í þessu, þ.m.t. það að hægt hefur mjög á hlýnuninni undanfarin ár þó pólarnir bráðni sem aldrei fyrr. En að láta eins og skoðanir séu skiptar um það hvort jörðin hlýni yfirleitt er hreinlega ekki í samræmi við raunveruleikann.

Páll Jónsson, 25.11.2009 kl. 16:48

2 Smámynd: Loftslag.is

Það má alltaf benda á þennan nýlega fróðleiksmola af heimasíðu Veðurstofunnar: Hætti hlýnun jarðar eftir 1998? en loftslag.is hefur einnig skrifað um þetta meinta hik í hlýnuninni: Mýta: Það er að kólna en ekki hlýna.

Loftslag.is, 25.11.2009 kl. 23:51

3 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

"Eftir stendur því spurningin: Vita menn eitthvað um hvað þeir eru að tala?"

Fyndið að þú skulir segja þetta.

Benjamín Plaggenborg, 27.11.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband