Hvað býr að baki?

Þó ég hafi aldrei verið sammála málflutningi og pólitískum skoðunum Steingríms J. Sigfússonar frá því hann hóf afskipti af stjórnmálum, þá gaf ég honum það að hann væri maður orða sinna og hugsjóna.

Þegar liðnar voru þrjár til fjórar vikur frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum fór framkoma og málflutningur Steingríms að minna mig óþægilega mikið á málflutning manns sem býr við einhverjar þær hótanir og þvinganir sem enginn maður rís undir. Dæmi um slíkar hótanir er þegar valdamiklum manni er sagt að ef hann beiti sér ekki eins og honum er sagt þá muni hann ekki halda lífi lengi.

Það er undarlegt í meira lagi að sjá Steingrím gera tilraun til að koma Icesave málinu í gegn um alþingi á fáum dögum í sumar, þannig að þingmenn fengju ekki ráðrúm til að kynna sér efni samningsins. Allur málflutningur hans í þessu máli gefur það til kynna að hann gæti eingöngu hagsmuna annara ríkja en Íslands.

Það er einnig mjög sérstakt að sjá Steingrím greiða atkvæði með aðildarumsókn Íslands að ESB, minnugur þess hvernig málflutningur þessa manns var alla tíð, alveg fram að því að hann var orðinn ráðherra í núverandi ríkisstjórn.

Ég spyr því, hvað er það sem fær Steingrím J. Sigfússon til að haga gjörðum sínum sem raun ber vitni?


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitasveifla nú - Hitasveifla þá

Það er bísna athyglisvert að fylgjast með allri umræðu um loftslagsmál. Það merkilegasta er þó að menn eru ekki sammála um það hvort það er að hlýna eða kólna. Vísindamenn koma með báðar fullyrðingarnar um það. Það sem þó stendur óhaggað er að menn geta ekki útskýrt hitasveiflur sem hafa átt sér stað áður, s.s. hitasveifluna sem varði frá 1930 til 1965. Hitastig á því tímabili var engu lægra en það er nú. Því síður geta menn svarað því hvað olli síðustu ísöld, þegar jökull náði suður á mitt Þýskaland.  Eftir stendur því spurningin: Vita menn eitthvað um hvað þeir eru að tala?

 



mbl.is Gætum grætt á hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband