25.11.2009 | 16:22
Hitasveifla nú - Hitasveifla þá
Það er bísna athyglisvert að fylgjast með allri umræðu um loftslagsmál. Það merkilegasta er þó að menn eru ekki sammála um það hvort það er að hlýna eða kólna. Vísindamenn koma með báðar fullyrðingarnar um það. Það sem þó stendur óhaggað er að menn geta ekki útskýrt hitasveiflur sem hafa átt sér stað áður, s.s. hitasveifluna sem varði frá 1930 til 1965. Hitastig á því tímabili var engu lægra en það er nú. Því síður geta menn svarað því hvað olli síðustu ísöld, þegar jökull náði suður á mitt Þýskaland. Eftir stendur því spurningin: Vita menn eitthvað um hvað þeir eru að tala?
![]() |
Gætum grætt á hlýnun jarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |