31.1.2009 | 11:08
Jæja, hér er komið eitt af svörunum sem ég var að fiska eftir í gær
Jæja gott fólk, mikið er nú ánægjulegt að sjá eina ástæðuna fyrir því að Evrópusambandið vill nýta tækifærið núna og drífa Ísland með flýtimeðferð inn í Sambandið. Bretar töpuðu þorskastríðinu en sjá sér nú leik á borði í gegn um ESB að komast inn á fiskimið Íslendinga bakdyramegin og best að nota tækifærið á meðan efnahagur okkar er laskaður. Þeir vilja hins vegar nota flýtimeðferð væntanlega vegna þess að þeir hafa ekki trú á að kreppan hér verði mjög langvinn - takið eftir því!!!
Skoskir sjómenn vilja að Ísland gangi í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:09 | Facebook
Athugasemdir
The Economist sagði á dögunum að ef Íslendingar sæktu um aðild að Evrópusambandinu við núverandi efnahagsaðstæður yrði varðið yfir okkur (e. bullied). Sambandið sér fram á þægilega samningsstöðu komi til umsóknar frá Íslandi um inngöngu sem líkurnar hafa sem betur fer minnkað á.
Hjörtur J. Guðmundsson, 31.1.2009 kl. 11:29
Gott að sjá að fólk er vakandi fyrir þessari ógn sem að okkur steðjar.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2009 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.