Ætti fyrirsögnin ekki að vera 30% aukning í fasteignasölu?!?

Hér er fyrirsögn sem dregur upp þá mynd að það sé samdráttur á fasteignamarkaði. Jú samkvæmt fréttinni eru kaupsamningar um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu fimm færri í nóvember en október.

Hins vegar það sem er fréttnæmt hér er að Þegar nóvember 2009 er borinn saman við nóvember 2008 fjölgaði kaupsamningum um 30,2% og velta eykst um 107,1%!

Það virðist vera að blaðamanninum sem skrifaði þessa frétt sé það mjög á móti skapi að segja frá því sem jákvætt er.


mbl.is Færri kaupsamningar í nóvember en í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað býr að baki?

Þó ég hafi aldrei verið sammála málflutningi og pólitískum skoðunum Steingríms J. Sigfússonar frá því hann hóf afskipti af stjórnmálum, þá gaf ég honum það að hann væri maður orða sinna og hugsjóna.

Þegar liðnar voru þrjár til fjórar vikur frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum fór framkoma og málflutningur Steingríms að minna mig óþægilega mikið á málflutning manns sem býr við einhverjar þær hótanir og þvinganir sem enginn maður rís undir. Dæmi um slíkar hótanir er þegar valdamiklum manni er sagt að ef hann beiti sér ekki eins og honum er sagt þá muni hann ekki halda lífi lengi.

Það er undarlegt í meira lagi að sjá Steingrím gera tilraun til að koma Icesave málinu í gegn um alþingi á fáum dögum í sumar, þannig að þingmenn fengju ekki ráðrúm til að kynna sér efni samningsins. Allur málflutningur hans í þessu máli gefur það til kynna að hann gæti eingöngu hagsmuna annara ríkja en Íslands.

Það er einnig mjög sérstakt að sjá Steingrím greiða atkvæði með aðildarumsókn Íslands að ESB, minnugur þess hvernig málflutningur þessa manns var alla tíð, alveg fram að því að hann var orðinn ráðherra í núverandi ríkisstjórn.

Ég spyr því, hvað er það sem fær Steingrím J. Sigfússon til að haga gjörðum sínum sem raun ber vitni?


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitasveifla nú - Hitasveifla þá

Það er bísna athyglisvert að fylgjast með allri umræðu um loftslagsmál. Það merkilegasta er þó að menn eru ekki sammála um það hvort það er að hlýna eða kólna. Vísindamenn koma með báðar fullyrðingarnar um það. Það sem þó stendur óhaggað er að menn geta ekki útskýrt hitasveiflur sem hafa átt sér stað áður, s.s. hitasveifluna sem varði frá 1930 til 1965. Hitastig á því tímabili var engu lægra en það er nú. Því síður geta menn svarað því hvað olli síðustu ísöld, þegar jökull náði suður á mitt Þýskaland.  Eftir stendur því spurningin: Vita menn eitthvað um hvað þeir eru að tala?

 



mbl.is Gætum grætt á hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný síða til að fræða erlenda aðila um Ísland.

Sælt veri fólkið.

Ég hef undanfarið verið að vinna að því að fá erlenda aðila til að koma til landsins og fjárfesta á Íslandi.- Ekki veitir okkur af að fá peninga inn í landið og það gæti hjálpað mörgum að selja fasteignir sínar til útlendinga.

Einn liður í þessu er vefsíðan www.nordiconlineproperties.com  sem inniheldur töluverðan fróðleik um Ísland og hvernig það er að búa og starfa á Íslandi. Besta leiðin til að laða að fólk er að fræða það um landið, stjórnkerfið og það hvernig þjóðfélagið er byggt upp. Við erum nefnilega svo heppin að búa við mjög gott stjórnskipulag og  framtíðarhorfur hér á landi eru mjög góðar.

Til þess að þeir sem til er ætlast finni síðuna er mikilvægt að umferð inni á síðuna sé töluverð. 

Þess vegna lesandi góður langar mig að biðja þig að linka inn á síðuna: http://nordiconlineproperties.com

Ég hvet þig líka til að kynna þér efni hennar, þér til fróðleiks og skemmtunar.

Bestu þakkir.


Nokkur atriði varðandi Almenningshlutafélag um Morgunblaðið

Það er rétt að vekja athygli á því að það standa enginn hagsmunasamtök, viðskiptablokkir eða pólitísk öfl á bak við þetta framtak. Hugmyndin gengur einmitt út á það að Morgunblaðið verði raunverulega rekið sem óháður fjölmiðill í eigu sem allra flestra hluthafa. Það er megin áhersluatriðið. Það sem skiptir næst mestu máli er að Morgunblaðið verði rekið réttu megin við núllið. Það er ein megin forsenda þess að fjölmiðill geti verið óháður að fjárhagsstaða útgáfufélagsins sé þannig að daglegur rekstur sé tryggður með nægu rekstrarfé og hóflegum skuldbindingum. Það er ekki staðan hjá Árvakri um þessar mundir. Ef samkomulag næst um kaup almenningshlutafélags á Árvakri er það nauðsynlegur hluti samninga að Árvakur verði afhentur með viðráðanlegum skuldum og jafnframt er það markmið þeirra sem að þessu framtaki standa að safna nógu miklu hlutafé til að hægt sé að leggja rekstri félagsins til lausafé.

Það er viðurkennd staðreynd að það er mun hagkvæmara að taka við rekstri félags sem hefur verið og er í fullum rekstri heldur en að byrja með tvær hendur tómar. Inni í rekstri Morgunblaðsins er allt til alls sem þarf til að reka mjög öflugan fjölmiðil frá fyrsta degi. Bæði trúverðugleiki og rekstrarfjármunir auk samninga við frábært starfsfólk sem óumdeilanlega hefur unnið frábært starf við að þróa Morgunblaðið og mbl.is og koma þessum miðli á þann stall sem hann er í dag. Það færu mikil verðmæti forgörðum ef Morgunblaðið hyrfi af fjölmiðlamarkaði. Allt það starf sem unnið hefur verið við skipulag og uppbyggingu er ómælt og það væri mjög dapurlegt til þess að hugsa að öll þessi vinna færi í súginn.

Það er mjög mikilvægt fyrir okkur fólkið í þessu ágæta landi að eiga jafn gott dagblað eins og Morgunblaðið hefur verið.


mbl.is Leggur fram tilboð í Árvakur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, hér er komið eitt af svörunum sem ég var að fiska eftir í gær

Jæja gott fólk, mikið er nú ánægjulegt að sjá eina ástæðuna fyrir því að Evrópusambandið vill nýta tækifærið núna og drífa Ísland með flýtimeðferð inn í Sambandið. Bretar töpuðu þorskastríðinu en sjá sér nú leik á borði í gegn um ESB að komast inn á fiskimið Íslendinga bakdyramegin og best að nota tækifærið á meðan efnahagur okkar er laskaður. Þeir vilja hins vegar nota flýtimeðferð væntanlega vegna þess að þeir hafa ekki trú á að kreppan hér verði mjög langvinn - takið eftir því!!!
mbl.is Skoskir sjómenn vilja að Ísland gangi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ætli Evrópusambandið hafi svona mikinn áhuga á að koma Íslandi sem allra fyrst inn?

Það vekur athygli hvað Evrópusambandið hefur mikinn áhuga á að drífa Ísland sem allra fyrst inn í sínar raðir. Það er varla af því að þeir haldi að landið verði þungur fjárhagslegur baggi á þeim. Það er frekar kostulegt að lesa frétt um "að það þurfi að bjarga landinu frá algjöru fjárhagslegu hruni" þegar fyrstu raunverulegu batamerkin eru farin að sjást, samanber að vöruskiptajöfnuður er orðinn jákvæður um upphæðir sem ekki hafa sést árum saman. Gengi kónunnar styrkist dag frá degi og fleira mætti nefna. Veltu því fyrir þér lesandi góður, af hverju embættismenn Evrópusambandsins hafa svona ákafan áhuga á að fá Ísland inn í Sambandið, jafnvel með flýtimeðferð.
mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn er til sölu! Er ekki málið að koma á legg almenningshlutafélagi um blaðið?

Eitt þeirra fyrirtækja sem er til sölu er útgáfufélag Morgunblaðsins. Er ekki tímabært að einn sterkasti fjölmiðill landsins verði í eigu fólksins í landinu? Ef stofnað væri almenningshlutafélag um kaupin og í framhaldinu reksturinn þá væri kominn grundvöllur fyrir algjörlega óháðum fjölmiðli. Það er réttur tími einmitt núna í öllu því umróti sem á sér stað í íslensku samfélagi til að gera Morgunblaðið að fjölmiðli okkar sem viljum vera rétt upplýst um hvað er að gerast í kring um okkur.
 
Hvað segir þú lesandi góður, mundir þú ekki vilja eiga - og þar með treysta blaðinu sem þú lest? - Hugsaðu málið!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband