Mogginn er til sölu! Er ekki málið að koma á legg almenningshlutafélagi um blaðið?

Eitt þeirra fyrirtækja sem er til sölu er útgáfufélag Morgunblaðsins. Er ekki tímabært að einn sterkasti fjölmiðill landsins verði í eigu fólksins í landinu? Ef stofnað væri almenningshlutafélag um kaupin og í framhaldinu reksturinn þá væri kominn grundvöllur fyrir algjörlega óháðum fjölmiðli. Það er réttur tími einmitt núna í öllu því umróti sem á sér stað í íslensku samfélagi til að gera Morgunblaðið að fjölmiðli okkar sem viljum vera rétt upplýst um hvað er að gerast í kring um okkur.
 
Hvað segir þú lesandi góður, mundir þú ekki vilja eiga - og þar með treysta blaðinu sem þú lest? - Hugsaðu málið!

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband